Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. júní 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Langbesta sending sem ég hef séð á Íslandi"
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Smárason átti stórkostlega sendingu þegar Valur lagði Breiðablik að velli í Bestu deildinni í gærkvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Gjörsamlega tufluð sending í gegn frá Arnóri á vinstri kantinum yfir á Orra Hrafn á hinum kantinum. Orri vinnur kapphlaupið við Davíð Ingvars, er sloppinn einn í gegn og klárar framhjá Antoni Ara með þrumu skoti,” skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu þegar stoðsendingin kom í öðru marki Vals.

Nánar var rætt um þessa mögnuðu sendingu í Innkastinu sem var tekið upp seint í gærkvöldi.

„Sverrir (bróðir Arnórs) er ekki hlutlaus hérna. Þetta er langbesta sending sem ég hef séð á Íslandi, bara frá uppafi,” sagði Baldvin Borgarsson, sem er aðstoðarþjálfari Ægis í 2. deild.

„Þetta er Ronaldinho bolti… hann þrumaði honum beint í hlaupalínuna, ótrúlega vel gert og frábær spyrnutækni. Þetta er fullkomin sending, besta sending sem ég hef séð á Íslandi.”

Sverrir Mar, sem er bróðir Arnórs, var skemmt. „Ég þurfti að klípa mig. Þetta var eitthvað annað góð sending.”

„Það þarf alltaf tvo í góða sendingu, það þarf þetta hlaup líka. Orri nær að vera á undan í boltann og gerir vel að klára þetta,” sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Arnór er stundum kallaður „Smáradona” og sýndi þarna nákvæmlega af hverju svo er.

Leikurinn var sýndur á Stöð 2 Sport og það er hægt að sjá mörkin úr honum hér að neðan, en því miður sést ekki nægilega vel í sendinguna sem Arnór átti.


Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner