Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. júní 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Man ekki eftir annarri eins snyrtimennsku eftir leik"
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Þróttur Vogum áttust við í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni í gærkvöld. Þar hafði Afturelding betur að lokum í hörkuleik, 1-0.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Afturelding

Það var Kári Steinn Hlífarsson sem gerði eina mark Aftureldingar, og eina mark leiksins, snemma í seinni hálfleiknum.

Leikurinn fór fram í Vogum, en framkoma liðs Aftureldingar var til fyrirmyndar að leik loknum.

Leikmenn tóku til í klefanum sem þeir fengu til afnota og skildu frábærlega við hann. Þróttur Vogum vekur athygli á þessu á Twiter og skrifar stjórnandi síðunnar að starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum hafi aldrei séð neitt þessu líkt.

„Vel gert og starfsfólk íþróttamiðstöðvar man ekki eftir annari eins snyrtimennsku eftir leik.”

Til fyrirmyndar hjá liði Aftureldingar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner