banner
   fös 17. júní 2022 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar ræddi ekki við AGF - „Hugur minn er 100% hjá Breiðabliki"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og sagt var frá í gær, þá er AGF í Danmörku búið að ráða Þjóðverjann Uwe Rösler sem nýjan þjálfara sinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var einn af þeim þjálfurum sem þótti koma til greina í starfið en núna er það ljóst að hann fer ekki þangað.

Eftir tap gegn Val í gærkvöld var Óskar spurður að því hvort AGF hefði heyrt í honum.

„Nei, þeir höfðu aldrei samband við mig,” sagði Óskar. „Ég hugsa lítið um það (að fara erlendis í þjálfun). Ég hef reynt að predika núvitund og vera í augnablikinu, að hugsa um daginn á morgun. Hugur minn er 100 prósent hjá Breiðabliki og þessu verkefni sem ég er í.”

Það hefði alltaf verið erfitt fyrir Óskar að fara frá Breiðablik á þessum tímapunkti þar sem liðið er á toppi Bestu deildarinnar.

Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson leikur með AGF en Jón Dagur Þorsteinsson er á förum frá félaginu.
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner