Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba segir frá því hvenær sambandið við Mourinho súrnaði
Mourinho og Pogba.
Mourinho og Pogba.
Mynd: Getty Images
Pogba er á leið í ítalska boltann þar sem hann og Mourinho verða andstæðingar.
Pogba er á leið í ítalska boltann þar sem hann og Mourinho verða andstæðingar.
Mynd: EPA
Núna er að koma út heimildarmynd um franska miðjumanninn Paul Pogba. Myndin verður sýnd á Amazon Prime.

Í sumar er Pogba að yfirgefa Manchester United í annað sinn eftir sex stormasöm ár hjá félaginu. Hann kom fyrst til félagsins þegar hann var 16 ára og fór svo frítt til Juventus þremur árum síðar þar sem hann fékk ekki mikið að spila hjá Sir Alex Ferguson.

Hann sló í gegn hjá Juventus og keypti United hann aftur á 89 milljónir punda sumarið 2016. Núna fer hann aftur á frjálsri sölu frá félaginu.

Þegar litið er yfir tíma hans hjá Man Utd sem eina heild, þá stóðst Pogba ekki væntingarnar. Hann átti sín augnablik en þau voru ekki gífurlega mörg og vantaði stöðugleikann.

Það var Portúgalinn Jose Mourinho sem fékk Pogba til Man Utd, en samband þeirra var ekki dans á rósum og var það orðið mjög slæmt þegar Mourinho var svo rekinn.

Í nýju heimildarmyndinni - sem ber heitið The Pogmentary - segir Pogba frá því hvað varð til þess að samband þeirra byrjaði að súrna.

„Þetta byrjaði allt saman þegar ég meiddist. Ég sagðist ætla að fara til Miami í enurhæfingu. Ljósmyndari tók mynd af mér og Zulay (eiginkonu Pogba). Jose sendi myndina til Mino (Raiola, sem var þá umboðsmaður Pogba). Ég kunni ekki vel við það. Hann sagði að ég væri í fríi, en við vorum að vinna eins og ég veit ekki hvað.”

„Ég spurði Mourinho: ‘Er þér alvara?’ Ég er meiddur. Ég er að æfa þrisvar á dag hérna. Hver heldurðu að ég sé? Það var nýtt fyrir mér að eiga í útistöðum við þjálfarann.”

Það er talið að Pogba sé að snúa aftur til Juventus. Hann og Mourinho munu því eigast við í ítalska boltanum á næstu leiktíð; Mourinho er nefnilega stjóri Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner