Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. júní 2022 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rice dæmdur í tveggja leikja bann
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Búið er að úrskurða enska miðjumanninn Declan Rice í tveggja leikja bann frá fótbolta í Evrópukeppnum.

Rice var gjörsamlega brjálaður eftir að West Ham féll úr leik gegn Eintracht Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Rice gagnrýndi dómara leiksins harðlega í viðtali eftir leik. „Þegar þú ert með dómarann á móti þér er lítið hægt að gera," sagði Rice ósáttur.

Rice lét ekki bara Jesus Gil Manzano, dómara leiksins, heyra það í viðtölum. Hann gerði það einnig í persónu og gekk svo langt að saka dómarann um spillingu.

„Hvernig geturðu verið svona lélegur? Í alvöru? Þú fékkst örugglega einhverja greiðslu," sagði Rice í myndbandi sem fór í dreifingu að leik loknum.

Núna hefur UEFA ákveðið að dæma hann í tveggja leikja bann og mun Rice, sem er enskur landsliðsmaður, missa af fyrstu leikjum West Ham í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner