Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. júní 2022 09:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tchouameni hafnaði betra tilboði frá PSG - Jesus nálgast Arsenal
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Jesus, Pope, Bellingham, Botman og Cucurella koma við sögu í slúðurpakka dagsins.



Arsenal er við það að ná samkomulagi við Manchester City um kaup á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus, 25. (Times)

Tottenham er að undirbúa 90 milljón evra tilboð í Lautaro Martinez framherja Inter MIlan. Martinez vill vera áfram hjá ítalska liðið og Inter ætlar ekki að selja leikmanninn. (Alfredo Pedulla)

Newcastle fylgist grant með Nick Pope markverði Burnley. (Mail)

Liverpool hefur enn áhuga á Jude Bellingham miðjumanni Borussia Dortmund. (Mirror)

AC Milan er talið líklegast til að næla í Sven Botman miðvörð Lille en hann hefur verið undir smásjá Newcastle. (Football Insider)

Manchester City er að undirbúa tilboð í Marc Cucurella, vinstri bakvörð Brighton. (Guardian)

Steve Cooper stjóri Nottingham Forest kom liðinu upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð en hann er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Telegraph)

Forest er í viðræðum við Mainz um kaup á franska miðverðinum Moussa Niakhate. (Mail)

Leeds og Southampton hafa áhuga á Romeo Lavia 18 ára gömlum miðjumanni Manchester City. (Athletic)

Það styttist í að Southampton muni tilkynna Gavin Bazunu sem nýjan leikmann liðsins en þessi tvítugi markvörður kemur til liðsins frá Manchester City fyrir 15 milljónir punda. (Telegraph)

Fulham og Wolves hafa bæði áhuga á miðjumanninum Joao Palinha, 26, leikmanni Sporting Lisbon. (90min)

Florentino Perez forseti Real Madrid segir að Erling Haaland nýjasti leikmaður Manchester City hefði ekki komist í byrjunarlið Real Madrid. (Mirror)

James Tarkowski, 29, hefur samþykkt að ganga til liðs við Everton en samningur hans við Burnley rennur út í sumar. (Sky Sports)

Juventus hefur breytt tilboðinu sínu í Angel di Maria sem verður laus á frjálsri sölu í sumar. Juventus fær samkeppni frá Barcelona um þennan 34 ára gamla vængmann. (Gianluca di Marzio)

Aurelien Tchouameni gekk til liðs við Real Madrid frá Monaco en þessi 22 ára gamli franski miðjumaður hafnaði hærri launum hjá PSG. (Marca)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner