Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. júní 2022 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungir leikmenn aðstoða í Grindavík - „Góð nálgun fyrir leikmenn til að sjá leikinn örðuvísi"
Alfreð Elías
Alfreð Elías
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík lagði KV með tveimur mörkum gegn einu í Lengjudeildinni í gær.


Liðið er með 13 stig í 3. sæti eftir sjö umferðir og er eina liðið sem hefur ekki tapað leik í deildinni.

Það vakti athygli fréttaritara Fótbolta.net sem var með textalýsingu á leiknum að ungir strákar voru mættir á leikinn í þeim tilgangi að leikgreina leikinn. Alfreð Elías Jóhansson þjálfari liðsins var spurður út í þetta uppátæki eftir sigurinn.

„Ég er að gera svolítið skemmtilega tilraun, það er gaman að vinna með ungum leikmönnum. Þetta eru strákar úr þriðja flokk sem eru að leikgreina leikinn. Ég gerði þetta með fjórða flokk líka, við munum setjast niður í fyrramálið og greina leikinn með þeim. Ég tel þetta vera góð nálgun fyrir unga og efnilega leikmenn til að sjá leikinn örðuvísi," sagði Alfreð.


Athugasemdir
banner
banner