fös 17. júní 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vitinha á leið til PSG - Man Utd aldrei inn í myndinni
Vitinha.
Vitinha.
Mynd: EPA
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að portúgalski miðjumaðurinn Vitinha sé að ganga í raðir franska félagsins Paris Saint-Germain.

Vitinha, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá Porto og lék 30 leiki í portúgölsku deildinni á síðustu leiktíð. Í þeim leikjum skoraði hann tvö mörk.

Hann lék með Úlfunum á láni 2020/21 tímabilið og spilaði þá 19 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United síðustu daga, en Romano segir að United hafi aldrei haft áhuga á leikmanninum og hann hafi aldrei nokkurn tímann verið inn í myndinni þar.

Hann mun kosta PSG um 22 milljónir evra.

Vitinha er ekki eini miðjumaðurinn sem Porto er að selja því Fabio Vieira er á leið til Arsenal. Það er annar áhugaverður leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner