mán 17. júlí 2017 16:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Kemur til í gegnum tengsli ÍBV í Íran
Mynd: Raggi Óla
Það vakti athygli í morgun þegar ÍBV krækti í framherjann Shahab Zahedi Tabar frá Íran. Ekki er vitað til þess að fótboltamaður frá Íran hafi áður spilað í Pepsi-deildinni.

„Þetta kemur í gegnum tengsli ÍBV við Tehran í Íran nokkur ár aftur í tímann. Það eru tengsli við írönsku meistarana í Persepolis en hann kemur þaðan," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari

„Okkur datt í hug að spyrjast fyrir um leikmenn þarna. Það áttu að koma tveir leikmenn en á endanum kom einn. Hann er búinn að æfa með okkur í mánuð."

„Við vorum búnir að nefna hvernig við týpu við vorum að leita að og við ákváðum að prufa að setja hann á samning og sjá hvernig hann plummar sig í deildinni. Hann hefur alveg möguleika á að gera einhverja hluti. Hann kemur úr allt öðrum fótbolta og er með öðruvísi hreyfingar en við erum með."


Shahab er mættur í draumaliðsdeild Eyjabita en hægt er að kaupa hann þar fyrir leik ÍBV gegn Fjölni á sunnudag.

ÍBV er einnig á höttunum eftir nýjum varnarmanni en Avni Pepa lék sinn síðasta leik með Eyjamönnum í 6-3 tapinu gegn KA í gærkvöldi.

Framherjinn Sigurður Grétar Benónýsson fer einnig í skóla til Bandaríkjanna í ágúst og hann klárar því ekki tímabilið með Eyjamönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner