Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. júlí 2017 12:45
Magnús Már Einarsson
Páll Olgeir og Þórður Steinar æfa með Breiðabliki
Páll Olgeir Þorsteinsson.
Páll Olgeir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Olgeir Þorsteinsson og Þórður Steinar Hreiðarsson, leikmenn Augnabliks í 4. deildinni, hafa æft með Breiðabliki að undanförnu.

Þórður Steinar er 31 árs varnarmaður en hann spilaði með Breiðabliki frá 2011 til 2013 og þekkir því til félagsins. Þórður lék með Val og Þór sumarið 2015 en í fyrra tók hann sér frí frá fótbolta.

Páll Olgeir er 21 árs miðjumaður en hann lék með Breiðabliki 2013 og 2014 áður en hann spilaði með Víkingi R. og Keflavík.

Félagaskiptaglugginn er opinn til 31. júlí en Breiðablik gæti mögulega fengið Pál og Þórð í sínar raðir í þessum mánuði.

„Þeir eru búnir að æfa með okkur síðustu þrjár vikur, aðallega til að fá reynslu í hópinn," sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

„Hópurinn er ungur og það eru tólf strákar úr 2. flokki að æfa. Til að halda okkar bestu strákum á tánum þá þurfum við reynslu í æfingahópinn."

„Þeir hafa náð að bæta gæðin á æfingum en við sjáum til hvort við getum notað þá. Þeir kunna báðir að spila fótbolta en spurningin er hvar þeir eru líkamlega staddir fyrir efstu deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner