Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. júlí 2018 23:59
Ingólfur Páll Ingólfsson
4. deild: Engin óvænt úrslit í A-riðlinum
Berserkir sigruðu í kvöld.
Berserkir sigruðu í kvöld.
Mynd: Pétur Kjartan Kristinsson
Stefán Jóhann var á skotskónum fyrir Ými.
Stefán Jóhann var á skotskónum fyrir Ými.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í 4. deild karla en allir leikirnir voru í A-riðli.

Berserkir tóku á móti botnliði KFR. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en toppliðið reimaði á sig markaskóna síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk. KFR er á botni riðilsins með þrjú stig á meðan Berserkir eru í harðri baráttu um toppsætið.

Snæfell/UDN mætti Birninum í hörkuleik. Snæfell/UDN komst tveimur mörkum yfir en Eivinas Zagurskas skoraði fyrsta markið áður en Marius Ganusauskas tvöfaldaði forskotið sjö mínútum síðar. Björninn minnkaði muninn á 78. mínútu en Snæfell/UDN komst aftur tveimur mörkum yfir tveimur mínútum síðar. Milos Janicijevic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 83. mínútu og Björninn var komið aftur inn í leikinn. Snæfell/UDN hélt hinsvegar út.

Snæfell/UDN er í þriðja sæti riðilsins með 16 stig, þremur stigum minna en Berserkir. Björninn er með 11 stig í fimmta sæti.

Á toppi riðilsins situr hins vegar Ýmir eftir sigur á Stál-úlfi í miklum markaleik. Ýmirkomst í 3-0 en Stál-úlfur sló þá aðeins frá sér og minnkaði muninn. Ýmir svaraði þá með þremur mörkum og komst í 6-1. Stál-úlfur minnkaði muninn í 6-3 en það var Ýmir sem átti lokahöggið í seinni hálfleik, lokatölur 7-3. Níu af 10 mörkum leiksins komu í frábærum fyrri hálfleik.

Ýmir er á toppnum með 20 stig en toppbaráttan er mjög hörð. Stál-úlfur hefur 10 stig í sjötta sæti.

Ýmir 7 - 3 Stál-úlfur
1-0 Hörður Magnússon ('2)
2-0 Sölvi Víðisson ('6)
3-0 Birgir Ólafur Helgason ('22)
3-1 Mateusz Tomasz Lis ('23)
4-1 Stefán Jóhann Eggertsson ('28)
5-1 Sölví Víðisson ('32)
6-1 Oddur Hólm Haraldsson ('33)
6-2 Ronald Andre Olguín González ('40)
6-3 Ronald Andre Olguín González ('42)
7-3 Atli Valsson ('83)

Berserkir 3-0 KFR
1-0 Kristinn Jens Bjartmarsson ('55)
2-0 Einar Guðnason ('64)
3-0 Gunnar Jökull Johns ('85)

Snæfell/UDN 3-2 Björninn
1-0 Eivinas Zagurskas ('21)
2-0 Marius Ganusauskas ('28)
2-1 Sigurður Sigurðsson ('78)
3-1 Uros Mladenovic ('80)
3-2 Milos Janicijevic sjálfsmark ('83)

Leikur Hamars og KB fór líka fram í kvöld en úrslit úr honum hafa ekki borist

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner