Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 17. júlí 2018 17:47
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: Hólmar Örn úr leik - Rangers áfram í næstu umferð
Hólmar var allan tímann á bekknum í dag.
Hólmar var allan tímann á bekknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er lokið í forkeppni Evrópudeildarinnar en um síðari viðureign liðanna var að ræða.

Hólmar Örn Eyjólfsson sat allan tímann á bekknum fyrir Levski Sofia er liðið féll úr leik þrátt fyrir 3-2 sigur í dag. Vaduz sigraði 1-0 á heimavelli og fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Svekkjandi fyrir Hólmar og félaga en liðið misnotaði meðal annars vítaspyrnu í leiknum.

Steven Gerrard og félagar í Rangers gerðu markalaust jafntefli gegn Shkupi í Makedóníu. Rangers fer áfram 2-0 samanlagt eftir að hafa sigrað fyrri leikinn.

Að lokum sigraði Honved frá Ungverjalandi lið Rabotnicki frá Makedóníu með fjórum mörkum gegn engu. Honved fer áfram í næstu umferð eftir samanlagðan 5-2 sigur.

Honved 4 - 0 Rabotnicki
1-0 Filip Holender ('7 )
2-0 Filip Holender ('16 )
3-0 Danilo ('63 , víti)
4-0 Danilo ('84 )


Rautt spjald:Sebastian Herera, Rabotnicki ('62)

Levski Sofia 3 - 2 Vaduz
0-1 Mohamed Coulibaly ('25 )
1-1 Sergiu Bus ('35 )
2-1 Aymen Belaid ('53 )
2-2 Igor Tadic ('55 )
3-2 Jerson Cabral ('85 )


Shkupi 0 - 0 Rangers


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner