Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. júlí 2018 13:49
Arnar Daði Arnarsson
Guðni Bergs: Undirbúnir hvernig við viljum nálgast ferlið
Icelandair
Guðni Bergsson á HM í Rússlandi.
Guðni Bergsson á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir hefur stjórnað sínum síðasta landsleik... í bili.
Heimir hefur stjórnað sínum síðasta landsleik... í bili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun íslenska landsliðsins en þetta var staðfest í tilkynningu frá KSÍ sem send var út í morgun.

Eftir hádegi í dag hélt KSÍ fréttamannafund þar sem Guðni Bergsson formaður KSÍ var spurður spjörunum út. Hann var til að mynda spurður út í plan B sem hann nefndi að væri klárt þegar hann var spurður að því á meðan á HM í Rússlandi stóð.

„Plan B var í rauninni þannig að við vorum meira búnir að hugsa þann möguleika að það væri alls ekki víst að hann yrði áfram en við töldum það vera ágætis líkur á því. Hann talaði sjálfur um það að þetta væri besta starf í heimi sem hann væri í. Hann var mjög jákvæður og við áttum spjall þar sem hann var jákvæður."

„Á sama tíma vissi maður að það væri langt í frá öruggt að hann yrði áfram. Varðandi plan B var þetta þannig, hvernig við vildum nálgast ferlið," sagði Guðni.

Hann segir að KSÍ hafi verið með nokkur nöfn í huga og verið með óformlegan lista yfir þjálfara sem gætu tekið við landsliðinu.

„Það var ekkert komið lengra en það. Núna er þetta hinsvegar ljóst og þá getum við hafist handa en við erum líka að hugsa um að byggja upp á ákveðni hugmyndafræði, hvað landsliðið stendur fyrir," sagði Guðni sem telur það mikilvægt að landsliðið haldi í sömu gildi og þeir hafi unnið með síðustu ár og komið liðinu á þann stað sem það er á, í dag.

„Við viljum halda í þá reynslu og þekkingu sem hefur safnast saman og í raun og veru að halda á sömu braut. Það er ljóst að nýr þjálfari kemur með sínar áherslur og einhver breyting verður á."

„Heimir talaði til að mynda um það að það gæti jafnvel verið gott fyrir þennan hóp að fá einhverja nýja og ferska sýn á þessu stigi. Það eru hans orð, ég hefði gjarnan viljað að hann yrði áfram en niðurstaðan er þessi að við erum að leita af nýjum þjálfara," sagði Guðni en fréttamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Heimir hættur: Sjáðu fund Guðna Bergs í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner