Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 12:04
Arnar Daði Arnarsson
Heimir hefur ekki skoðun á því hver ætti að taka við
Icelandair
Heimir og Helgi á HM í Rússlandi.
Heimir og Helgi á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun íslenska landsliðsins en þetta var staðfest í tilkynningu frá KSÍ sem send var út í morgun.

Heimir sem hefur verið landsliðsþjálfari Íslands undanfarin sjö ár var spurður að því á fréttamannafundinum hvort hann hafði skoðun á því hver ætti að taka við af sér sem landsliðsþjálfari.

„Nei ég hef ekki skoðun á því og það er annarra manna starf í dag og mér finnst ófaglegt að vera skipta sér að því," sagði Heimir.

Hann tók við sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerback með liðið fyrir sjö árum og eftir Evrópumótið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari liðsins. Hann er nú hættur með liðið.

KSÍ mun nú hefja vinnu við að finna nýjan þjálfara fyrir liðið að því er sagt í tilkynningu sambandsins. Sambandið hefur boðað til fréttamannafundar síðar í dag þar sem spurningum fréttamanna verður svarað um málið.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Heimir hættur - Fréttamannafundurinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner