Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. júlí 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Króatískir kantmenn á óskalista Manchester United
Powerade
Ante Rebic.
Ante Rebic.
Mynd: Getty Images
Higuain er sagður á leið til Chelsea.
Higuain er sagður á leið til Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fekir gæti ennþá farið til Liverpool.
Fekir gæti ennþá farið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er langur og góður enda ensku blöðin farin að einbeita sér að félagaskiptunum eftir að HM lauk.



Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur sagt Eden Hazard (27) að hann verði að íhuga að fara frá Chelsea í sumar. Hazard hefur verið orðaður við Real Madrid. (Mirror)

Maurizio Sarri, nýráðinn stjóri Chelsea, vonast til að halda Hazard, Thibaut Courtois, Willian og N'Golo Kante. (Sun)

Manchester United nær líklega ekki að krækja í Gareth Bale þar sem hann fær stærra hlutverk hjá Real Madrid á komandi tímabili undir stjórn Julen Lopetegui. (Metro)

Manchester City vill ekki borga 80 milljónir punda fyrir miðjumanninn Mateo Kovacic (24) eins og Real Madrid hefur óskað eftir. (Sky sports)

Chelsea er að ræða við Juventus um að kaupa framherjann Gonzalo Higuain (30) á 53 milljónir punda. (Evening Standard)

Newcastle og Celtic vilja fá úrúgvæska miðjumanninn Giorgian de Arrascaeta (24) en hann er á mála hjá Cruzeiro í Brasilíu. Verðmiði hans er 18 milljónir punda. (Sun)

Ivan Perisic (29) kantmaður Inter og Ante Rebic (24) kantmaður Eintracht Frankfurt eru báðir á óskalista Manchester United eftir góða frammistöðu með Króatíu á HM. (ESPN)

John Stones, varnarmaður Manchester City, ætlar að taka stutt sumarfrí eftir HM og vera klár í slaginn gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í byrjun ágúst. (Manchester Evening News)

Joel Matip og Joe Gomez, varnarmenn Liverpool, gætu fengið tækifæri við hlið Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar í byrjun tímabils á meðan Dejan Lovren fær frí eftir HM. (Liverpool Echo)

Mónakó hefur lagt fram tilboð í Aleksandr Golovin (22) miðjumann CSKA Moskvu. Golovin hefur verið orðaður við Chelsea á 22 milljónir punda. (Sport Express)

Southampton hefur blásið á sögusagnir þess efnis að félagið vilji fá Danny Ings (25) framherja Liverpool. (Daily Echo)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er tilbúinn að minnka hópinn en framtíð Danny Welbeck (27) og David Ospina (29) er meðal annars í óvissu. (Telegraph)

Wilfried Zaha (25) fer ekkert frá Crystal Palace næstu fjögur árin að sögn Roy Hodgson stjóra félagsins. Zaha hefur verið orðaður við Everton, Tottenham og Dortmund. (Liverpool Echo)

Ahmed Musa (25) framherji Leicester gæti verið á leið til Al Nassr í Sádi-Arabíu á 40 milljónir punda. (Leicester Mercury)

Fenerbahce vill fá Moussa Dembele (31) miðjumann Tottenham. (90min)

Jamaal Lascelles (24) varnarmaður Newcastle hefur engan áhuga á að fara en hann hefur verið orðaður við önnur félög. (Times)

Nabil Fekir (24) miðjumaður Lyon segir að félagaskipti til Liverpool séu ennþá möguleg. (Metro)

Jokin Aperribay, forseti Real Sociedad, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að félagið sé að fá Nacho Monreal (32) frá Arsenal. (Football London)

Fulham hefur boðið 1,3 milljón punda í Roberto Jimenez markvörð Espanyol. (Lacontra Deportivo)

Chelsea hefur samþykkt að selja miðjumanninn Jeremeie Boga (21) til Sassuolo á Ítalíu á 3,5 milljónir punda. (Goal)

Jose Fonte (34) fyrrum fyrirliði Southampton er félagslaus eftir að samningi hans við kínverska félagið Dalian Yifang var rift. (Daily Echo)

Atletico Madrid er að kaupa króatíska framherjann Nikola Kalinic (30) frá AC Milan. (Marca)

Spretthlaparinn Usain Bolt (31) er nálægt því að semja við Central Coast Mariners í Ástralíu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner