þri 17. júlí 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Liverpool búið að gera tilboð í Alisson - Viðræður í gangi við Roma
Fer Alisson til Liverpool?
Fer Alisson til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Guardian segir að Liverpool og Roma séu í viðræðum eftir að enska félagið hafi gert 62 milljóna punda tilboð í brasilíska markvörðinn Alisson.

Roma er sagt vilja fá 5 milljónum punda meira fyrir þennan 25 ára markvörð en Chelsea hefur einnig sýnt honum áhuga í ljósi þess að Thibaut Courtois er talinn geta farið. Þá hefur Alisson einnig verið orðaður við Real Madrid.

Samband Roma og Liverpool er gott en Liverpool keypti Mohamed Salah frá ítalska félaginu á síðasta tímabili. Guardian segir að ítalska félagið muni þó ekki hika við að selja Alisson annað ef eitthvað annað félag gengur að verðmiða þeirra.

Ef samkomulag næst verður Alisson dýrasti markvörður heims.

Loris Karius lauk síðasta tímabili sem aðalmarkvörður Liverpool en gerði tvö vandræðaleg mistök í tapi gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Karius hefur legið undir mikilli gagnrýni og ekki verið sannfærandi í undirbúningsleikjum að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner