þri 17. júlí 2018 20:02
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Meira fjallað um nýja kærustu Bendtner en leikinn gegn Val
Bendtner pirraður í leiknum á Hlíðarenda í síðustu viku.
Bendtner pirraður í leiknum á Hlíðarenda í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenborg tekur á móti Val annað kvöld en hér í Noregi er umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda leiksins frekar takmörkuð. Fáir fjölmiðlar voru mættir þegar liðin æfðu í dag.

Búist er við um 7 þúsund áhorfendum á Lerkendal leikvanginn (sem tekur um 21 þúsund) en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistarana, sagði við Fótbolta.net í dag að hér í Noregi gerðu allir kröfu á að liðið færi áfram í riðlakeppni í Evrópu og þá færi áhuginn upp.

Það yrði mikið reiðarslag fyrir Rosenborg ef liðið fellur úr leik gegn Val á morgun en Íslandsmeistararnir unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Hlíðarenda. Leikurinn á morgun verður 17:45 að íslenskum tíma, 19:45 að staðartíma.

Skærasta stjarna Rosenborg, danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner, átti vondan dag á Hlíðarenda en varnarmenn Vals héldu honum vel í skefjum.

Meira er talað um nýja kærustu Bendtner í norskum fjölmiðlum en komandi viðureign meistara Noregs og Íslands. Bendtner og danska fyrirsætan Philine Roerstorff eru nýjasta stjörnupar Danmerkur.

🃏

A post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner