Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 17. júlí 2018 22:41
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Óli Jó: Verðum örugglega ekki skemmtilegir
Ólafur styrir æfingu á Lerkendal.
Ólafur styrir æfingu á Lerkendal.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Við erum yfir í hálfleik og við verðum að vera klókir," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fyrir seinni leikinn gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valur vann fyrri leikinn 1-0 á Hlíðarenda en liðin mætast öðru sinni í Þrándheimi á morgun miðvikudag, 17:45 að íslenskum tíma.

„Rosenborg er auðvitað stærra félag en Valur og saga félagsins er ótrúleg. Pressan er á þeim. Það er ákveðin pressa á okkur en hún er sú að við leggjum okkur fram og gerum það sem við getum. Þá fáum við fín úrslit, ég veit það," segir Ólafur en óhætt er að segja að Valsmenn séu brattir fyrir leikinn.

„Fyrri leikurinn sýndi okkur það að ýmislegt er hægt í fótboltanum. Við tökum það góða úr þeim leik með okkur inn í þennan leik."

„Oft eru þetta taldir stærri leikir en deildarleikir þó mikilvægið sé í sjálfu sér það sama. Nálgun manna er öðruvísi, við erum saman á hóteli og svona," segir Ólafur um muninn á að undirbúa Evrópuleik en Pepsi-deildarleik.

Hann segir að helsti munurinn hjá sér sé að skipuleggja varnarleik. Ólafur er sóknarsinnaður í sinni nálgun en hefur eytt meiri tíma en vaninn er í varnartaktík að þessu sinni.

„Ég er ekki vanur því. Ég held að ég hafi ekki minnst á varnarleik þegar við mættum Bröndby og við fórum flatt á því. Í þetta sinn teljum við góða möguleika á að gera eitthvað ef við spilum góða vörn og við ætlum að gera það."

Hvernig býst hann við því að Rosenborg mæti inn í þennan leik?

„Ég held að þeir muni byrja með látum og pressa okkur til að reyna að ná marki snemma. Við verðum bara undirbúnir. Aðalmálið hjá okkur er að fara ekkert á taugum eða verða hræddir. Við mætum þeim hérna á morgun og ég hugsa að við förum aðeins á þá í upphafi til að kveikja í þeim. Við tefjum þegar boltinn fer út af og svona, við verðum örugglega ekki skemmtilegir á morgun," segir Ólafur en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner