Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. júlí 2018 14:07
Arnar Daði Arnarsson
Óvíst hvort þjálfarateymi Heimis verði áfram
Icelandair
Óvíst er hvort Helgi Kolviðsson haldi áfram.
Óvíst er hvort Helgi Kolviðsson haldi áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson formaður KSÍ var spurður að því á fréttamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ eftir hádegi í dag hvort þeir sem störfuðu með Heimi með landsliðinu, verði áfram eða ekki.

KSÍ tilkynnti það í morgun að Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands undanfarin sjö ár verði ekki áfram með liðið.

„Það er ekki tímabært að fara að ræða það núna. Þeir hafa staðið sig mjög vel og það er vissulega áhugi á að skoða það mál frekar með ákveðnum hætti. Við þurfum að fara ræða við þá um mögulegt framhald eða ekki,“ sagði Guðni.

Um er þá að ræða Helga Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Guðmund Hreiðarsson markmannsþjálfara og jafnvel Sebastian Boxleitner styrktarþjálfara og fleiri til.

Fréttamannafundur Guðna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heimir hættur: Sjáðu fund Guðna Bergs í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner