Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. júlí 2018 21:07
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi kvenna: HK/Víkingur með flottan sigur á FH
Hildur skoraði eitt mark í dag.
Hildur skoraði eitt mark í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH 1 - 3 HK/Víkingur
1-0 Eva Núra Abrahamsdóttir ('11 )
1-1 Fatma Kara ('45 , víti)
1-2 Hildur Antonsdóttir ('52 )
1-3 Kader Hancar ('86 )

Síðasta leik dagsins í Pepsi deild kvenna er lokið en þar áttust við FH og sameiginlegt lið HK/Víkings. FH skoraði fyrsta mark leiksins og þar var að verki Eva Núra strax á 11. mínútu eftir vandræðagang í vörn HK/Víkings.

HK/Víkingur fékk vítaspyrnu á 45. mínútu eftir að Melkorka, leikmaður FH reif í hárið á Hildi Antonsdóttur og dómarinn gat ekki annað en dæmt víti. Fatma Kara steig á punktinn og skoraði.

HK/Víkingur mætti af krafti inn í seinni hálfleikinn og á 52. mínútu kom Hildur Antonsdóttir gestunum yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Bæði lið skiptust á að sækja en það var HK/Víkingur sem gerði út um leikinn á 86. mínútu. Eftir frábært samspil kláraði Kader Hancar vel og tryggði liðinu sigur.
Athugasemdir
banner
banner