Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi kvenna: Þór/KA á toppinn - Loks sigur hjá KR
Sandra María setti tvö mörk í dag.
Sandra María setti tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrír leikir fara fram í Pepsi deild kvenna í kvöld og er tveimur þeirra nú lokið.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Þór/KA fengu Grindavík í heimsókn á Þórsvelli. Grindavík varðist vel í fyrri hálfleik en Þór/KA tókst þó að komast yfir rétt fyrir hlé með marki frá Önnu Rakeli Pétursdóttur.

Þór/KA byrjaði síðari hálfleikinn með látum og Sandra María Jessen tvöfaldaði forystu norðankvenna á 48. mínútu. Lára Einarsdóttir skoraði þriðja markið áður en að Sandra María bætti við sínu öðru marki. Sandra Gutierrez bætti svo við fimmta markinu á lokamínútu leiksins. Þór/KA kemst í toppsæti í bili að minnsta kosti en Breiðablik á leik á morgun.

Það var hart barist í viðureign KR og ÍBV í kvöld. ÍBV komst tveimur mörkum yfir en Shea Connors jafnaði fyrir KR með tveimur mörkum á einungis tveimuru mínútum. Það var svo reynsluboltinn Katrín Ómarsdóttir sem fullkomnaði endurkomu KR og tryggði liðinu sigur með marki á 73. mínútu. Frábær úrslit fyrir KR sem sigrar sinn annan leik í sumar.

Þór/KA 4 - 0 Grindavík
1-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('43 )
2-0 Sandra María Jessen ('48 )
3-0 Lára Einarsdóttir ('57 )
4-0 Sandra María Jessen ('65 )
5-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('89 )

KR 3 - 2 ÍBV
0-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('24 )
0-2 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('47 )
1-2 Shea Connors ('51 )
2-2 Shea Connors ('53 )
3-2 Katrín Ómarsdóttir ('73 )


Athugasemdir
banner
banner