Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 17. júlí 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri myndi gefa allar eigur sínar fyrir titil með Chelsea
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri tók við Chelsea á dögunum eftir þrjú farsæl ár við stjórnvölinn hjá Napoli. Sarri er mjög þakklátur fyrir tíma sinn hjá Napoli og segist afar spenntur fyrir komandi tímum hjá Chelsea.

Fyrir fimm árum var Sarri að þjálfa Empoli í ítölsku B deildinni en í dag er hann meðal virtustu þjálfara heims.

„Í fyrsta lagi vil ég þakka fólkinu hér í Napolí fyrir að standa með mér síðustu þrjú ár. Ég elska fólkið hérna ótrúlega mikið og mun gera það að eilífu. Ég á ótrúlegar minningar með ykkur," sagði Sarri.

„Ég var heppinn hjá Napoli því ég tók við félagi með mjög góða leikmenn innanborðs. Það var auðvelt að móta liðið eftir mínum hugmyndum og ég hef fulla trú um að það sama sé uppi á teningnum hjá Chelsea. Ég þarf einn eða tvo leikmenn í viðbót til að tryggja að liðið spili eins og ég vil.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir tímabilinu, fyrir fimm árum var ég í Serie B og núna er ég í stærstu deild í heimi!"


Sarri segist þrá að vinna ensku úrvalsdeildina, hann myndi gefa allar eigur sínar til að ná því markmiði með Chelsea. Hann yrði þá fimmti Ítalinn til að vinna deildina á níu árum og sá þriðji á fjórum árum.

„Ég hlakka sérstaklega til fyrir tímabilinu vegna þess að allir bestu þjálfarar heims eru í þessari deild.

„Skilaboð til stuðningsmanna Chelsea? Það er ekki hægt að gefa loforð úr þessari stöðu sem ég er í. Eina sem ég get sagt er að ég mun leggja mig 100% fram í starfið. Ég myndi gefa allar mínar veraldlegu eigur fyrir titil með Chelsea."

Athugasemdir
banner
banner
banner