Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 17. júlí 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Segja að Hazard hafi náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid
Hazard er mögulega á leið til Spánar.
Hazard er mögulega á leið til Spánar.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum RMC hefur Eden Hazard gert munnlegt samkomulag við Real Madrid um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Belginn hefur gert það að forgangsmáli að ganga frá félagsskiptum til Real og búist er við því að honum muni takast að koma félagsskiptunum í gegn.

Það er hinsvegar enginn samningur á borðinu á milli Chelsea og Real Madrid en Hazard mun nú reyna að láta slíkt verða að veruleika. Hazard er á lista yfir leikmenn sem hafa verið orðaðir við félagið til þess að taka við af Cristiano Ronaldo sem gekk til liðs við Juventus fyrr í mánuðinum.

Hazard sagði sjálfur eftir bronsleik Englands og Belgíu á HM að það gæti verið kominn tími til þess að prufa eitthvað nýtt. Þá mun Thibaut Courtois líklega fylgja Hazard til Spánar en félögin eru sögð hafa náð samkomulagi um kaupverð á markverðinum sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur verið tregur til þess að framlengja.
Athugasemdir
banner
banner
banner