mið 17. júlí 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal nálægt því að kaupa William Saliba
Saliba í Bláu í leik með U16 ára liði Frakklands.
Saliba í Bláu í leik með U16 ára liði Frakklands.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur undanfarna daga verið orðað við William Saliba, 18 ára miðvörð Saint-Etienne.

Saliba er franskur unglingalandsliðsmaður sem kæmi til Arsenal í sumar en yrði sendur til baka á láni til Saint-Etienne.

Talið er að Saliba kosti um 27 milljónir punda (30 milljónir evra) sem yrði borgað í einhvers konar raðgreiðslum.

Arsenal er einnig sagt á höttunum á eftir Dani Ceballos, leikmanni Real Madrid. Arsenal vill fá hann á láni út næstu leiktíð.

Ceballos er 22 ára og myndi reyna að fylla í það skarð sem Aaron Ramsey skilur eftir sig.

Þá er Arsenal enn á höttunum á eftir Kieran Tierney, vinstri bakverði Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner