Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. júlí 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 12. umferð: Nokkrir leikir sem ég var bara alls ekki góður í
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Guðmundur Karl.
Guðmundur Karl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er þokkalega ánægður með frammistöðuna mína í leiknum. Ég var að koma mér í ágætar stöður til að búa til fyrir aðra og skora sjálfur. Það hefur verið einhver marka stífla í gangi hjá mér í sumar þannig ég er mjög ánægður með að hafa náð að skora þessi tvö mörk," sagði Guðmundur Karl Guðmundsson leikmaður Fjölnis.

Guðmundur Karl er leikmaður 12. umferðar í Inkasso-deildinni eftir frammistöðu sína í 3-1 sigri liðsins á Fram í gærkvöldi. Skoraði hann þar tvívegis og lagði upp eitt mark.

„Leikurinn var nokkuð vel spilaður af okkar hálfu fannst mér. Við náðum að skapa okkur töluvert af færum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga að vera búnir að skora fyrr í leiknum," sagði Guðmundur Karl sem bendir á að Framarnir séu vel spilandi lið einnig og hefðu getað verið búnir að skora líkt og Fjölnisliðið.

„Sem betur fer varði Atli vel í tvígang. Það var frábært að komast í 2-0 snemma í seinni hálfleik og eftir það fannst mér Fram ekki ógna mikið fyrr en þeir fá vítið sem þeir skora síðan úr. Eftir það þjörmuðu þeir mjög mikið að okkur og var ég orðinn létt stressaður að fá mark í andlitið eins og á móti Keflavík," sagði Gummi Kalli sem skoraði síðan þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótartíma.

„Þriðja markið okkar kláraði þetta síðan og maður gat andað aðeins léttar síðustu mínúturnar í leiknum."

Hann segir að spilamennska sín í sumar hafi verið upp og ofan. „Ég er búinn að vera þokkalega sáttur með hana í síðustu leikjum en það komu nokkrir leikir í fyrri umferðinni sem ég var bara alls ekki góður í."

Fjölnir er á toppi deildarinnar með 26 stig en Þór sem er í 3. sæti deildarinnar er með 23 stig. Guðmundur Karl segist vera mjög ánægður með stigasöfnun liðsins hingað til.

„Ég átti von á fyrir sumarið að við yrðum í efri hlutanum í þessari deild þannig ég er mjög sáttur með að vera í toppsætinu eins og er. Ég veit líka að það getur breyst mjög fljótt. Flest lið eru búin að vera að tapa stigum og ef við mætum ekki gíraðir inn í leiki þá er okkur yfirleitt refsað."

„Ég finn ekki mikinn mun á því að spila á móti liðum í efri hlutanum eða neðri hlutanum. Þetta eru allt frekar erfiðir leikir og mikið af liðunum í neðri hlutanum geta verið rosalega þéttir til baka og það getur verið mjög erfitt að ná að skora á þau. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir og næstu fjórir leikir verða mjög erfiðir," sagði Gummi Kalli en Fjölnir eiga neðstu fjögur liðin í næstu fjórum leikjum.

„Í raun geta öll liðin í topp sjö farið upp úr þessari deild. Það þarf lítið að gerast til að staðan í deildinni breytist. Það þarf ekki nema eitt lið að detta á smá run og þá eru þeir komnir í fín mál. Annars reyni ég bara að hugsa um okkur í þessu og reyna að vinna alla þá leiki sem við tökum þátt í," sagði besti leikmaður 12. umferðar í Inkasso-deildinni í samtali við Fótbolta.net.

Sjáðu einnig
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner