mið 17. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nova og Síminn semja um enska boltann - Aðgengilegur á Apple TV
Tómas Þór Þórðarson er ritstjóri enska boltans en Logi Bergmann og Eiður Smári Guðjohnsen verða einnig í teyminu
Tómas Þór Þórðarson er ritstjóri enska boltans en Logi Bergmann og Eiður Smári Guðjohnsen verða einnig í teyminu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova hafa samið um dreifingu á enska boltanum fyrir komandi tímabil en hann verður nú aðgengilegur í gegnum NovaTV appið á Apple TV.

Síminn vann uppboðið um enska boltann í nóvember á síðasta ári eftir harða samkeppni við Sýn og verður því boltinn næstu þrjú árin hjá Símanum.

Miklar vangaveltur sköpuðust um kaup Símans á enska boltanum en hann átti í fyrstu bara að vera aðgengilegur fyrir þá sem eru með myndlykla hjá Símanum.

Síminn og Nova hafa komist að samkomulagi um dreifingu og verður því enski boltinn aðgengilegur öllum viðskiptavinum Nova. Hægt er að horfa á boltann í gegnum NovaTV appið á Apple TV, í símanum, spjaldtölvunni og novatv.is.

Enski boltinn hefst 9. ágúst og verða þrjár rásir fyrir enska boltann en ein þeirra verður aðgengileg í 4K myndgæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner