mið 17. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær vill ennþá byggja upp liðið í kringum Pogba
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist ennþá vilja byggja liðið upp í kringum Paul Pogba.

Pogba hefur sagt að hann vilji nýja áskorun en hann hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Juventus í sumar. Eins og staðan er núna er Pogba ekki að fara neitt og Solskjær sér hann í lykilhlutverki.

„Paul er stórkostlegur leikmaður, frábær einstaklingur og hann hefur alltaf verið frábær atvinnumaður," sagði Solskjær.

„Ég hef alltaf átt í frábæru sambandi við hann. Ég var með hann í varaliðinu fyrir nokkrum árum."

„Eins og ég hef sagt áður 'ef hann er í hópnum þá byggir þú liðið í kringum hann' og það hefur ekki mikið breyst síðan ég sagði þetta. Ég myndi segja það sama núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner