Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Championship um helgina - Leeds nægir jafntefli
Mynd: Getty Images
Wigan þarf fleiri stig vegna refsingar fyrir að fara í greiðslustöðvun.
Wigan þarf fleiri stig vegna refsingar fyrir að fara í greiðslustöðvun.
Mynd: Getty Images
Næstsíðasta umferð enska Championship tímabilsins fer fram um helgina og ríkir gríðarleg eftirvænting enda hart barist á öllum vígstöðvum í deildinni.

Stöð 2 Sport 2 mun sýna beint frá þremur leikjum yfir helgina. Fjörið byrjar strax í dag þegar Huddersfield tekur á móti West Brom í beinni útsendingu.

West Brom er í öðru sæti, aðeins einu stigi á undan Brentford. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir liðið. Það sama gildir um Huddersfield sem getur bjargað sér frá falli með sigri.

Á morgun verður sýnt beint frá viðureign Stoke City og Brentford. Stoke er svo gott sem búið að bjarga sér frá falli á meðan Brentford stefnir á að stela öðru sætinu af West Brom. Brentford er á blússandi siglingu og er búið að vinna átta deildarleiki í röð.

Á sama tíma á Charlton leik við Wigan sem er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Charlton er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið og er Wigan tíu stigum þar fyrir ofan. Staða Wigan í deildinni er þó talsvert verri en stöðutaflan segir til um því félagið fór í greiðslustöðvun um síðustu mánaðarmót og fær tólf stiga refsingu fyrir. Liðið er því í raun í bullandi fallbaráttu og því er um hörku fallbaráttuslag að ræða.

Hull City og Luton Town eiga svo hörkuleik í fallbaráttunni. Liðin eru jöfn með 45 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Charlton er aðeins tveimur stigum fyrir ofan en með talsvert betri markatölu, sem telur framyfir innbyrðisviðureignir ef lið enda jöfn á stigum.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall eru í baráttu um umspilssæti og eiga leik gegn QPR. Þeir þurfa sigur til að setja pressu á Cardiff City, sem heimsækir Middlesbrough.

Á sunnudaginn þarf Leeds aðeins stig til þess að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári. Topplið Leeds heimsækir Wayne Rooney og félaga til Derby, sem er svo gott sem búið að missa af umspilssæti eftir þrjá tapleiki í röð.

Helginni lýkur með viðureign Barnsley og Nottingham Forest. Botnlið Barnsley þarf sigur á meðan Nottingham getur tryggt sér umspilssæti með sigri.

Föstudagur:
16:30 Huddersfield - West Brom (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
11:30 Charlton Athletic - Wigan
11:30 Stoke City - Brentford (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Blackburn - Reading
14:00 Fulham - Sheff Wed
14:00 Hull City - Luton
14:00 Middlesbrough - Cardiff City
14:00 Preston NE - Birmingham
14:00 QPR - Millwall
14:00 Swansea - Bristol City

Sunnudagur:
13:00 Derby County - Leeds (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Barnsley - Nott. Forest
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner