Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júlí 2020 09:21
Fótbolti.net
Thiago vonast til að fara til Liverpool
Powerade
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray er á óskalista Tottenham.
Demarai Gray er á óskalista Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefast aldrei upp á að grafa upp slúður. Njótið!



Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og Southampton, er á óskalista Inter og Juventus ef að Antonio Conte og Maurizio Sarri missa starfið í sumar. (Telegraph)

Conte vill fá N'Golo Kante (29) frá sínum fyrrum félagi Chelsea en háar launakröfur Frakkans eru að koma í veg fyrir samninga. (Sempreinter)

Tottenham hefur áhuga á Demarai Gray (24) kantmanni Leicester. (Times)

Nicolas Tagliafico (27) vinstri bakvörður Ajax er á óskalista Manchester City fyrir sumarið. (Sports Illustrated)

Bayer Leverkusen hefur sætt sig við að Kai Havertz (21) sé á leið til Chelsea. Félagaskiptin gætu þó frestast þangað til í ágúst. (Star)

Framtíðin hjá Antonio Rudiger (27) varnarmanni Chelsea er í óvissu en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um nýjan samning. Rudiger á tvö ár eftir af núverandi samningi. (Mail)

West Ham mun líklega selja brasilíska miðjumanninn Felipe Anderson (27) í sumar. (Times)

Thiago Alcantara (29), miðjumaður Bayern Munchen, er bjartsýnn á að fá félagaskipti til Liverpool. Thiago hefur hafnað nýjum samningi hjá Bayern. (Mirror)

Burnley og Newcastle vilja fá varnarmanninn Chris Basham (32) frá Sheffield United. (Mail)

Manchester United hefur náð samkomulagi við vinstri bakvörðinn Alvaro Fernandez Carreras (17) hjá Real Madrid. Alvaro er að skrifa undir fjögurra ára samning hjá United. (AS)

Serge Aurier (27) verður mögulega ekki meira með Tottenham á tímabilinu en hann er farinn heim til Frakklands eftir að bróðir hans var skotinn til bana. (Evening Standard)

Manchester City er búið að semja um kaup og kjör við Ferran Torres (20) kantmann Valencia. (Eurosport)

Manchester United ætlar ekki að taka varnarmanninn Marcos Rojo (30) aftur inn í aðalliðshópinn en hann er kominn aftur til United eftir lánsdvöl hjá Estudiantes í heimalandinu. (Manchester Evening News)

Varnarmaðurinn Ezequiel Schelotto (31) er á förum frá Brighton en hann vill fara heim í Serie A. (The Argus)
Athugasemdir
banner
banner
banner