Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 17. júlí 2021 20:30
Aksentije Milisic
2. deild: KF og Völsungur ætla taka þátt í toppbaráttunni
Oumar skoraði í dag.
Oumar skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur á miklu skriði.
Völsungur á miklu skriði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fimm leikir fóru fram í 2. deild karla í dag. Eins og áður var greint frá þá vann Þróttur Vogum öruggan sigur á Fjarðabyggð, Njarðvík og Magni skildu jöfn og þá unnu Haukar 3-0 sigur á Leikni F.

Á Ólafsfirði mættust hins vegar KF og Reynir Sandgerði. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að taka þátt í toppbaráttunni.

KF vann leikinn örugglega með þremur mörkum gegn engu. Áki Sölvason, sem er á láni frá KA, skoraði tvennu fyrir heimamenn en hinn funheiti Oumar Diouck gerði eitt mark.

Með þessum sigri er KF nú einungis tveimur stigum frá öðru sæti deildarinnar en þar situr KV. KF hefur unnið síðustu tvo leiki sína með markatöluna 8-0.

Völsungur heimsótti þá ÍR en gestirnir frá Húsavík eru á frábæru skriði um þessar mundir og það stoppaði ekki í dag. Liðið vann mjög öflugan 1-3 sigur og hefur Völsungur nú náð í 10 stig af síðustu 12 mögulegum.

Völsungur er eins og KF, með 20 stig, en er með lakari markatölu. Njarðvík er með 21 stig í þriðja sæti og KV í öðru með 22. Þróttur Vogum er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig.

KF 3-0 Reynir Sandgerði
1-0 Áki Sölvason (‘7)
2-0 Áki Sölvason (‘83)
3-0 Oumar Diouck (‘90)

ÍR 1-3 Völsungur
0-1 Markaskorara vantar
0-2 S. Feuillassier
0-3 S. Feuillassier
1-3 Markaskorara vantar

ATH stöðutaflan gæti átt eftir að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner