Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. júlí 2021 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex Spánverjar spiluðu 11 dögum eftir undanúrslit EM
Pedri var besti ungi leikmaður EM
Pedri var besti ungi leikmaður EM
Mynd: EPA
Spænska landsliðið er mætt til Japan þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Fótboltinn hefst á fimmtudaginn.

Spænska liðið lék síðasta æfingarleikinn gegn heimamönnum í Japan í dag.

Það vakti athygli þegar hópurinn var opinberaður að sex leikmenn úr EM hópi liðsins voru valdir í Ólympíuhópinn en það eru þeir Unai Simon, Pau Torres, Eric Garcia, Dani Olmo, Mikel Oyarzabal og Pedri.

Venjan er að leikmenn fái gott frí eftir stórmót en þessir leikmenn hafa ekki fengið neitt frí en þeir tóku allir þátt í leiknum í dag aðeins 11 dögum eftir tap liðsins gegn Ítalíu í undanúrslitum EM.

Spánverjar eru með Egyptalandi, Ástralíu og Argentínu í riðli á Ólympíuleikunum.
Athugasemdir
banner
banner