Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. júlí 2021 07:00
Victor Pálsson
Engin lið hafa boðið í lykilmenn PSV
Mynd: Getty Images
PSV Eindhoven hefur enn ekki fengið tilboð í hollensku landsliðsmennina Denzel Dumfries og Donyell Malen.

Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála félagsins, John de Jong, en leikmennirnir voru góðir með hollenska liðinu á EM í sumar.

PSV sættir sig við það að þeir gætu verið á förum og ætla ekki að koma í veg fyrir að stærri lið semji við tvímenningana.

Eins og er þá hafa hins vegar engin tilboð borist sem kemur kannski töluvert á óvart.

„Eins og staðan er þá höfum við ekki fengið eitt einasta tilboð. Það getur þó breyst hratt," sagði De Jong.

„Ef þeir hafa ekki náð samkomulagi fyrir 18. júlí þá mæta þeir aftur til leiks með okkur. Það eru þó góðar líkur á að þeir séu báðir á förum."

Dumfries er sóknarsinnaður hægri bakvörður og er Malen 22 ára gamall sóknarmaður.
Athugasemdir
banner