lau 17. júlí 2021 18:21
Victor Pálsson
Er Real Madrid að skemma fyrir Barcelona?
Mynd: Getty Images
Goal.com greinir frá því í dag að Barcelona gruni að Real Madrid standi á bakvið það að undrabarnið Ilaix Moriba hafi ekki skrifað undir nýjan samning við félagið.

Þessi 18 ára gamli leikmaður er samningsbundinn Barcelona til ársins 2022 en hann þykir gríðarlegt efni.

Fyrr í sumar var greint frá því að Moriba mætti ekki æfa með aðalliði félagsins á meðan framlenging á samningi hans tefst.

Barcelona telur að Real sé að reyna að lokka leikmanninn í sínar raðir en það yrði alls ekki vel tekið í það í herbúðum þess fyrrnefnda.

Barcelona vill alls ekki missa þetta efni til Real en það er mikill rígur þarna á milli eins og flestir kannast við.

Hvort Moriba skrifi undir nýjan samning verður að koma í ljós en talið er að Moriba vilji töluverða launahækkun.

Leikmaðurinn þénar í dag í kringum eina milljón evra fyrir þrjú tímabil í senn.
Athugasemdir
banner
banner