Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. júlí 2021 06:00
Fótbolti.net
Gummi Ben og íslenski boltinn á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópuleikir íslenskra liða, Lengjudeildin og Pepsi Max deildin verða til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Benedikt Bóas stendur vaktina á morgun með Elvari Geir Magnússyni þar sem Tómas Þór er í sumarfríi eins og nánast allir útvarpsmenn landsins.

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja verður á línunni en Kórdrengir eru í spennandi baráttu um að komast upp úr Lengjudeildinni með Fram.

Gestur þáttarins er svo Guðmundur Benediktsson sem ræðir um EM og næstu umferð í Pepsi Max deildinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner