Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. júlí 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Rafn mættur til Elfsborg
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson er genginn í raðir Elfsborg frá Gróttu. Þessi 19 ára gamli markvöður skrifaði undir samning til ársins 2025.

Hákon lék 15 leiki fyrir Gróttu árið 2018 og hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan.

Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net að Norrköping hafi einnig komið til greina en Elfsborg sé rétta liðið.

Hann hefur leikið 9 af 12 leikjum Gróttu á leiktíðinni og er þetta því mikil blóðtaka fyrir þá en gríðarlega spennandi verkefni fyrir þennan unga markvörð.


Athugasemdir
banner
banner
banner