Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. júlí 2021 14:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Dramatískur sigur Vestra í fyrsta leik Jóns Þórs
Lengjudeildin
Mynd: Vestri
Vestri 2 - 1 Þróttur
0-1 Hinrik Harðarson
1-1 Pétur Bjarnason
2-1 Nikolaj Madsen

Vestri og Þróttur áttust við í síðasta leik tólftu umferðar Lengjudeildarinnar í dag.

Þetta var fyrsti leikur Vestra undir stjórn Jóns Þórs Hauksonar sem tók við af Heiðari Birni Torleifssyni sem hætti nú á dögunum.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Vestra. Hinn 17 ára gamli Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Þess má til gamans geta að Hinrik er sonur íþróttafréttamannsins Harðar Magnússonar.

Pétur Bjarnason jafnaði metin fyrir Vestra í síðari hálfleik. Brenton Muhammad markvörður Vestra gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Róberti Haukssyni, leikmanni Þróttar. Nikolaj Madsen tryggði Vestra sigur á 90. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Skoraði af miklu öryggi.

Þróttur hefði komið sér úr fallsæti með sigri en er enn í 11. sæti. Vestri fer upp í fimmta sæti og er fimm stigum frá öðru sætinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner