Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. júlí 2021 19:57
Victor Pálsson
Noregur: Alfons lagði upp jöfnunarmark Bodo/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir lið Bodo/Glimt í dag sem mætti Sarpsborg í skemmtilegum leik í Noregi.

Þessi lið leika í norsku úrvalsdeildinni en Emil Pálsson er á mála hjá Sarpsborg en kom ekki við sögu í dag.

Alfons spilaði stórt hlutverk í leik sem endaði með 2-2 jafntefli en hann lagði upp annað mark Bodo/Glimt undir lok leiks.

Staðan var 2-1 fyrir Sarpsborg á 86. mínútu en þá jafnaði Bodo/Glimt með marki Marius Hoinraaten eftir sendingu Alfons.

Samúel Kári Friðjónsson lék þá með liði Viking sem tapaði 3-2 heima gegn Odd fyrr í dag.

Samúel var í byrjunarliði Viking en var tekin af velli á 58. mínútu er liðið var 2-0 undir.

Í B-deildinni spilaði Davíð Kristján Ólafsson svo með liði Álasund sem gerði 1-1 jafntefli heima gegn Jerv.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner