lau 17. júlí 2021 22:00
Victor Pálsson
Smalling ekki bitur út í Mourinho
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, leikmaður Roma, er ekki bitur út í nýja stjóra félagsins, Jose Mourinho, en þeir voru saman hjá Manchester United á sínum tíma.

Þeir tveir hafa báðir tjáð sig opinberlega eftir að samstarfinu var hætt en munu nú vinna saman á ný á Ítalíu.

Mourinho setti eitt sinn spurningamerki við Smalling og virtist óviss hvort varnarmaðurinn gæti spilað í smá sársauka.

Smalling tjáði sig síðar um Mourinho og sagði að leikmenn hefðu misst sjálfstraust undir hans stjórn í Manchester.

„Þessi ráðning kom mörgum okkar á óvart en um leið þá fundum við fyrir spennu," sagði Smalling.

„Ég vissi að fjölmiðlarnir myndu draga fram sögu hans og míns. Persónulega þá er þetta gott því ég hef nú þegar leikið fyrir hann."

„Við unnum titla saman og hann gerði mig að fyrirliða í úrslitaleikjunum. Það er jákvætt að geta spilað undir einhverjum sem þú veist að er góður og er ákveðinn í að vinna titla sama hvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner