Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júlí 2022 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Mjög undrandi er þau horfðu á upphitun hjá stelpunum okkar
Icelandair
Það var létt yfir stelpunum okkar í upphitun.
Það var létt yfir stelpunum okkar í upphitun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er þessa stundina að æfa á New York leikvanginum í Rotherham fyrir leik sinn gegn Frakklandi á morgun.

Leikurinn er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni á EM.

Fjölmiðlafólk fékk að fylgjast með upphitun en hún var ansi hress hjá íslenska liðinu - líkt og vanalega.

Franska fréttafólkið var í raun furðulostið þegar það fylgdist með þessari upphitun, það var mjög hissa á að upphitunin væri eins og hún var. Áður en æfingin hófst var spiluð tónlist, meðal annars þjóðhátíðarlög og Bella Ciao.

Syanie Dalmat, fréttakona franska íþróttablaðsins L'Équipe, birtir myndband af upphituninni og skrifar: „Svona er íslenska liðið að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun."

Fóru í leiki á gamla heimavelli Kára Árna
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en þess má geta að Dalmat ræddi við undirritaðan áðan um leikinn sem er framundan á morgun. Það viðtal birtist síðar í kvöld.

Dúna, styrktarþjálfari íslenska liðsins, ræddi við Fótbolta.net í síðustu þar sem hún ítrekaði mikilvægi þess að hafa gaman í upphitun. Var það í tengslum við fræg ummæli Kara Árnasonar en þess má geta að hann er fyrrum leikmaður Rotherham og æfingin fór fram á hans gamla heimavelli. Viðtalið við Dúnu má sjá fyrir neðan myndbandið af upphituninni.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma á morgun.


Dúna um ummæli Kára: Það má hafa gaman
Athugasemdir
banner
banner