Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. júlí 2022 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Segir Söru vera einstakan leikmann - „Íslendingar miklar íþróttakonur"
Icelandair
Wendie Renard.
Wendie Renard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Corinne Diacre, þjálfari Frakka.
Corinne Diacre, þjálfari Frakka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna var að klárast fréttamannafundur franska landsliðsins á New York leikvanginum í Rotherham.

Þjálfarinn Corinne Diacre sat fyrir svörum með fyrirliðanum Wendie Renard.

Frakkland er komið áfram og búið að vinna riðilinn, en þær stimpluðu báðar á því að leikurinn á morgun yrði mikilvægur, liðið þyrfti að halda takti og halda áfram að vinna.

Renard var í liðinu fyrir fimm árum þegar Frakkland vann 1-0 sigur á Íslandi á EM.

„Í íslenska liðinu eru miklar íþróttakonur og þetta verður erfitt verkefni fyrir okkur líkamlega. Þær eru með leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við verðum að vera klárar í baráttu," sagði Renard.

„Ísland mun spila upp á sína styrkleika, þær munu senda langa bolta og við verðum að reyna að vinna fyrsta og annan boltann."

Renard spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands hjá Lyon. „Sara var liðsfélagi minn en núna er hún búin að breyta til," sagði miðvörðurinn sterki. Sara skipti nýverið yfir til Juventus á Ítalíu.

„Hún hefur mikil áhrif á sitt lið og er einstakur leikmaður. Hún berst mikið og gerir mikið fyrir sitt lið. Það eru líka aðrir leikmenn í íslenska liðinu sem eru mjög hættulegir. Þær spila upp á sína styrkleika."

Diacre vildi ekki segja neitt um sitt byrjunarlið á morgun, en hún nefndi það að hún ætlaði sér að spili á liði sem hún væri fullviss um að gæti unnið leikinn.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma á morgun.
Athugasemdir
banner
banner