Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 17. júlí 2022 19:55
Baldvin Már Borgarsson
Siggi Höskulds: 5-0 gefur rétta mynd af leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sigurður Heiðar Höskuldsson var skiljanlega ósáttur eftir 5-0 tap sinna manna gegn KA á heimavelli fyrr í dag.

KA-menn léku á alls oddi og hefðu getað verið búnir að kára leikinn fyrr en staðan var 2-0 í hálfleik svo Leiknismenn hefðu getað stillt saman strengina og mætt gíraðir í seinni hálfleikinn, en það tókst ekki.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  5 KA

„Þetta var ekki nógu gott, ef við förum bara yfir allan katalóginn þá byrjuðum við fínt og leikurinn í jafnvægi til að byrja með en um leið og þeir skora þá urðum við bara litlir og náðum ekki að vinna okkur upp úr því, þeir hefðu getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en við sleppum inn með 2-0, í stöðunni 2-0 í seinni fáum við dauðafæri en í staðinn bruna þeir upp og skora 3-0, undir restina fáum við einhverja sénsa og hálf ótrúlegt að við náum ekki að skora en 5-0 gefur rétta mynd af leiknum og KA vann þetta bara sanngjarnt.''

Siggi var aðeins spurður út í breytingarnar á liðinu, en tvær þeirra voru nauðsynlegar þar sem Róbert Hauksson handleggsbrotnaði gegn Stjörnunni og Birgir Baldvins tók út leikbann, en var þörf á hinum breytingunum eftir góðan sigur á Stjörnunni?

„Við ákváðum að gera þetta svona og það verða einhverjir aðrir að dæma um það hvort það hafi verið rétt eða ekki.'' Svaraði Siggi þungur á brún.

Því miður fylgir ekkert myndband með fréttinni vegna bilunar.


Athugasemdir
banner
banner
banner