Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. júlí 2022 12:38
Elvar Geir Magnússon
Stones, Gundogan og Foden geta ekki farið til Bandaríkjanna
Phil Foden fer ekki til Bandaríkjanna.
Phil Foden fer ekki til Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
John Stones, Ilkay Gundogan og Phil Foden geta ekki verið með aðalliði Manchester City í Bandaríkjunum því þeir uppfylla ekki ákveðin skilyrði.

City gefur ekki út frekari upplýsingar en talið er að þetta tengist skorti á bólusetningu.

Leikmennirnir munu í staðinn ferðast með efnilegustu leikmönnum félagsins í æfingabúðir til Króatíu.

City leikur gegn Club America og Bayern München í Bandaríkjunum áður en leikið verður um Samfélagsskjöldinn við Liverpool þann 30. júlí.

Aymeric Laporte var ekki valinn í Bandaríkjahópinn þar sem hann á við meiðsli að stríða. Hann verður eftir í Manchester í endurhæfingu.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem fer til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner