Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 17. júlí 2025 23:51
Sölvi Haraldsson
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Aron Elí.
Aron Elí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svekkjandi því við komumst yfir og okkur langaði að vinna þennan leik. Okkur langaði að vinna þá í sumar, búnir að spila þrjá leiki við þá núna. Bara heilt yfir svekktur held ég.“ sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Fram

Horfir Aron á þetta sem tvö töpuð stig úr því sem komið var?

„Já mér finnst það og sérstaklega hvernig okkur líður á heimavelli, massívir varnarlega. Það að komast yfir og gefa þeim ódýrt mark, þá finnst mér við vera að tapa þessum stigum.“

Freyr Sigurðsson fékk dauðafæri undir blálokin til að koma Fram yfir en klúðraði. Var Aron orðinn eitthvað stressaður þegar Freyr var kominn í færi?

„Ég verð ekki mikið stressaður en mér fannst við sökkva of mikið og reyna að verja forystuna of mikið. Kannski fer maður í það að hlaupa ekki eins mikið, bjóða sig ekki eins mikið og við hleyptum þeim of framarlega og þá er maður að bjóða hættunni heim. En við fáum hörkufæri, skalla í slá, skalla sem var bjargaður á línu þannig við hefðum getað skorað fleiri.“

Það kom smá líf í Framarana og Afturelding féll aftarlega á völlinn eftir að Fram jafnaði leikinn. Afhverju var það raunin?

„Sama og þegar við skorum, afhverju að hætta? Við vorum með þá einhvernveginn. Þeir voru ekki að fá mikið af færum og við vorum að taka hættulegustu mennina þeirra út úr leiknum vel. Afhverju ekki að hamra á járnin á meðan þau eru heit og skora fleiri?“

Hvernig finnst Aroni fyrstu 15 leikirnir með Aftureldingu hafa verið í efstu deild?

„Heilt yfir flott. Ég held að við höfum bullandi trú á sjálfum okkur, spila óhræddir, skiptir engu máli hverjum við erum að mæta. Við viljum spila okkar bolta og standa fyrir okkar gildi. Með því að leggja okkur fram og spila sem lið getum við fengið stig á móti öllum, við höfum verið að gera það og við verðum að halda því áfram. Ekkert vera að hugsa það sem er í gangi. Bara njóta þess að spila fótbolta í efstu deild og halda áfram að safna stigum.“

Viðtalið við Aron Elí má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir