Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 17. júlí 2025 23:43
Sölvi Haraldsson
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Menn vilja alltaf halda í forskotið þegar við komumst yfir. Við skorum hérna fínt mark og þá viljum við halda því. En ég held að miðað við hvernig leikurinn spilaðist er þetta bara sanngjarnt. Þeir áttu kafla og við áttum kafla. Þetta er hörkuleikur, baráttan um Bauhaus, það eru alltaf hörkuleikir. Ég held að stig sé bara sanngjarnt sem við þurfum að sætta okkur við.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli við Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Fram

Afturelding hleypti Fram heldur betur inn í leikinn eftir fyrsta mark leiksins en Maggi segist þurfa að skoða afhverju það varð þannig.

„Fram er með gott lið og hörkuleikmenn, eitt af betri liðunum í deildinni í sumar þannig að auðvitað vissum við það að þeir væru að fara að eiga sína kafla sem við þyrftum að standa af okkur. Við gerðum það fyrir utan þetta eina moment sem þeir jafna úr. Mér fannst fram að markinu þeirra þeir ekki búnir að ógna mikið en svo einmitt eftir markið eiga þeir kafla sem er eitthvað sem við þurfum að skoða afhverju við hleypum þeim svona inn í leikinn eftir að við komumst yfir.“

Maggi sagði að frammistaða liðsins væri mjög fín að mörgu leyti.

„Margt fínt og flottir kaflar. Tvær vikur síðan við spiluðum síðast þannig eðlilega tók smá tíma fyrir okkur að komast aftur í taktinn. Bara fín frammistaða að mörgu leyti, margt sem við getum byggt ofan á en margt sem við getum lagað líka.“

Aron Jónsson, varnarmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli alveg í blálokin.

„Aron var búinn að eiga frábæran dag hérna í vörninni og hann lendir bara í því í lokin að meiðast á öxl, mögulega fara úr axlalið. Það er ekki gott en við skulum vona að það er eitthvað minna en það.“

Maggi metur fyrstu 15 leiki Aftureldingar í efstu deild vel og telur liðið geta gert enn betur.

„Ég held að við séum búnir að standa okkur vel og eiga góðar frammistöður og mér finnst við eiga öll stigin okkar skilið og jafnvel fleiri. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á. Við viljum meira og við þurfum að gefa enn meira í til að ná í fleiri stig. Þessi deild er mjög jöfn og það er stutt niður, við þurfum að einbeita okkur að því að ná í fleiri stig.“

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner