Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. ágúst 2018 23:04
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Tindastóll upp í Inkasso-deildina
Tindastóll er komið upp í Inkasso-deildina
Tindastóll er komið upp í Inkasso-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll lagði Einherja 2-1 í 2. deild kvenna í kvöld en með sigrinum er liðið búið að tryggja sæti sitt í Inkasso-deildinni fyrir næsta tímabil.

Aubri Lucille Williamson kom Einherja yfir á 21. mínútu áður en Murielle Tiernan jafnaði metin. Bryndís Rut Haraldsdóttir skoraði svo sigurmarkið fjórum mínútum síðar og tryggði sæti Tindastóls.

Tindastóll er með 30 stig í efsta sæti, Augnablik er í öðru sæti með 24 stig en á tvo leiki inni á Tindastól. Grótta er í þriðja sæti með 20 stig en búið að spila 12 leiki og getur því ekki náð Stólunum.

Úrslit og markaskorarar:

Einherji 1 - 2 Tindastóll
1-0 Aubri Lucille Williamson ('21 )
1-1 Murielle Tiernan ('74 )
1-2 Bryndís Rut Haraldsdóttir ('78 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner