Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 09:15
Elvar Geir Magnússon
25 ára sambandi Marchisio og Juventus lokið
Marchisio hefur átt blómlegan feril með uppeldisfélagi sínu.
Marchisio hefur átt blómlegan feril með uppeldisfélagi sínu.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Claudio Marchisio hefur yfirgefið Juventus og þar með lýkur 25 ára sambandi hans við félagið.

Báðir aðilar samþykktu að rifta samningi þessa 32 ára leikmanns en samningurinn átti að renna út 2020.

„Það verður ánægjulegt að fylgjast með honum, sama hvaða skyrtu hann mun klæðast í framtíðinni," segir Juventus á heimasíðu félagsins.

Marchisio lék 389 leiki fyrir Juventus, vann ítölsku deildina sjö sinnum og ítalska bikarinn fjórum sinnum. Hann fæddist í Tórínó en meiddist illa á hné í apríl 2016 og var í kjölfarið frá í hálft ár. Hann lék 20 leiki á síðasta tímabili.

Marchisio birti mynd af sér á Twitter þegar hann var í yngri liðum Juventus.

„Ég get ekki hætt að horfa á þessa mynd og á rendurnar sem ég skrifaði á líf mitt, bæði sem manneskja og fótboltamaður," skrifaði Marchisio á Twitter.

Á heimasíðu Juventus stendur einnig:

„25 ár hafa liðið síðan Claudio klæddist treyjunni í fyrsta sinn. Hann var þá sjö ára gamall og með gríðarlega þrá til að spila fyrir sitt heimafélag og haus hans var fullur af draumum."



Athugasemdir
banner
banner
banner