Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 22:27
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Álftanes í úrslitakeppnina
Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði sigurmarkið fyrir Álftanes. Hér er hann í leik með Stjörnunni fyrir þremur árum.
Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði sigurmarkið fyrir Álftanes. Hér er hann í leik með Stjörnunni fyrir þremur árum.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Tveir leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en A- og C-riðli. Álftanes náði í 1-0 sigur á Árborg á meðan Snæfell/UDN og Berserkir gerðu jafntefli.

Snæfell/UDN gerði 1-1 jafntefli við Berserki. Rafael Figuerola Perz kom heimamönnum yfir á 18. mínútu áður en Kristinn Jens Bjartmarsson jafnaði metin tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Bæði lið eru í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en Snæfell er með 26 stig á meðan Berserkir eru með 24 stig þegar ein umferð er eftir. Ýmir er sjálfkrafa komið í úrslitakeppnina eftir þessi úrslit.

Í C-riðli tókst svo Álftnesingum að vinna Árborg 1-0. Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks. Þetta þýðir það að Álftanes er komið í úrslitakeppnina. KFS getur einnig komið sér langleiðina þangað ef liðið vinnur GG.

Úrslit og markaskorarar:

Snæfell/UDN 1 - 1 Berserkir
1-0 Rafael Figuerola Perz ('18 )
1-1 Kristinn Jens Bjartmarsson ('35 )

Árborg 0 - 1 Álftanes
0-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('50 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner