Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 17. ágúst 2018 22:30
Fótbolti.net
Einkunnir Bikarúrslit: Agla María best
Agla í leiknum í kvöld
Agla í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu bikarúrslitaleikinn í kvöldin gegn Stjörnunni 2-1. Hér má sjá einkunnir úr leik kvöldsins

Smelltu hér til að lesa allt um leikinn

Lið Stjörnunnar:


Berglind Hrund Jónasdóttir (5)
Gat lítið gert í marki eitt sem var mjög vel klárað hjá Berglindi Björg. Í marki tvö í aukaspyrnunni sem Guðrún skallaði í markið var boltinn lengi á leiðinni og hún var pikkföst á línunni, hefði átt að gera betur og koma út og handsama boltann.

Lára Kristín Pedersen (5)
Týndist á miðjunni ásamt hinum miðjumönnum Stjörnunnar. Blikar áttu hreinlega miðjuna í dag.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) (5)
Komst aldrei í takt við leikinn. Var skrefi á eftir í baráttunni á miðjunni.

Sigrún Ella Einarsdóttir (5)
Þessi eldfjóti kantmaður spilaði í vinstri bakverði og kom lítið úr úr henni sóknarlega fyrir Stjörnuna.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir (7)
Var ein af fáum með lífsmarki í Stjörnunni. Reyndi og reyndi að skapa með hraða sínum en það liðsfélagar hennar voru ekki í takt með henni. Skoraði svo geggjað mark upp á eigin spýtur eftir að hafa unnið boltann á miðjunni.

Anna María Baldursdóttir (6)
Var skást í Stjörnu vörninni. Gerði ekki mörg mistök en hefði átt að gera betur í marki eitt þar sem Berglind náði að búa sér til svæði og klára.

María Eva Eyjólfsdóttir (4)
Var ekki í eftirsóttu verðu hlutverki í fyrri hálfleik að elta Öglu. Gerði hrikaleg mistök í marki eitt þegar hún missti boltann inn fyrir sig og Agla komst í gegn og renndi honum á Berglindi. Réð betur við Öglu í seinni hálfleik og fór á miðjuna þegar Bryndís kom í hægri bakvörðinn.

Megan Lea Dunnigan (4)
Hún hefur átt miklu betri daga og var í basli í dag.Hún braut á Berglindi klaufalega fyrir utan teig og uppúr því fengu Blikar aukaspyrnu sem þær skoruðu úr. Megan var að dekka Guðrúnu sem skoraði með skalla úr aukaspyrnunni. Átti samt sem áður góðan skalla á mark Blika sem endaði í stönginni í fyrri hálfleik.

Harpa Þorsteinsdóttir (5)
Miðverðir Blika voru með Hörpu í harðri gæslu svo hún komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Þurfti að fara út af þegar 20 mínútur voru eftir vegna meiðsla. Vonandi fyrir Stjörnuna og landsliðið er þetta ekki alvarlegt.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (5)
Þórdís hefur átt betri daga og náði aldrei að skapa almennilega hættu fram á við.

Katrín Ásbjörnsdóttir (4)
Komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Ákvarðarnir fram á við þegar Stjarnan vann boltann á síðasta þriðjung voru ekki nógu góðar og enginn hætta sköpuð.


Lið Breiðabliks:


Sonný Lára Þráinsdóttir (f)(7)
Varði mjög vel ein á móti Telmu úr dauðafæri í byrjun leiks. Greip oft vel inn í og las leikinn vel. Hægt að setja spurningarmerki við hana í marki Stjörnunnar þar sem Telma skorar af mjög löngu færi.

Agla María Albertsdóttir (9)
Stórkostleg í dag. Tætti hvað eftir annað vörn Stjörnunnar í sig og lagði upp bæði mörk Blika. Hraði, tækni og ákvarðanir, mikil gæði.

Heiðdís Lillýardóttir (8)
Hafði heljartak á Hörpu meðan hún var inn á. Var alltaf mætt í bakið á henni og gaf henni engan tíma. Myndar solid miðvarðarpar með Guðrúnu.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (7)
Lífleg og skapaði nokkrum sinnum góð færi. Var mjög dugleg.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (8)
Markið sem hún skoraði var frábærlega gott framherjamark. Rykkir frá varnarmönnum á hárréttum tíma og klárar hann í fyrsta. Hélt boltanum mjög vel sem fremsti maður og gaf sínum leikmönnum tíma til að færa liðið framar.

Fjolla Shala (8)
Geggjuð á miðjunni. Miðjumenn Stjörnunnar sáu aldrei til sólar og á Fjolla ansi stóran þátt í því. Djöflaðist allan leikinn og gaf Stjörnunni engan tíma.

Ásta Eir Árnadóttir (7)
Átti mjög góðan leik og gaf Þórdísi Hrönn engan tíma á kantinum. Barátta til fyrirmyndar og braut niður margar sóknir.

Alexandra Jóhannsdóttir (7)
Átti góðan leik á miðjunni. Náði að koma boltanum vel út á kantana og tók réttar ákvarðnir sem bjuggu til margar hættulegar sóknir.

Kristín Dís Árnadóttir (7)
Eins og systir hennar Ásta þá var baráttan til fyrirmyndar í alla bolta. Skilaði honum vel frá sér og átti góðan leik.

Hildur Antonsdóttir (7)
Geggjuð á miðjunni ásamt Fjollu. Braut niður ófáar sóknir hjá Stjörnunni og kom boltanum mjög vel frá sér.

Guðrún Arnardóttir (8)
Var solid með Heiðdísi í miðverðinum og vann marga bolta. Sóknarmenn Stjörnunnar átti ekki góðan dag og er mikið af því Guðrúnu að þakka. Skoraði svo flott skallamark þegar hún hljóp sig lausa í aukaspyrnunni og kom sínu liði í 2-0.

Athugasemdir
banner
banner
banner