Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Grealish væri hjá Spurs ef félagið hefði verið sneggra
Jack Grealish er lykilmaður hjá Villa.
Jack Grealish er lykilmaður hjá Villa.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Aston Villa, segir að Jack Grealish væri leikmaður Tottenham í dag ef Lundúnarfélagið hefði farið fyrr í að ganga frá viðskiptum.

Bruce segir að allir leikmenn félagsins hafi verið til sölu áður en eigendaskipti hafi orðið í júlí.

Hinn 22 ára Grealish var sterklega orðaður við Tottenham í allt sumar og vegna fjárhagsvandræða Villa virtist ekkert geta komið í veg fyrir að hann færi til Spurs.

Tottenham beið með að gera tilboð í þeirri von að fá Grealish ódýrari en það reyndist mistök. Egypskur hópur keypti Villa og skyndilega var óþarfi fyrir félagið að selja leikmenn.

„Nýju eigendurnir munu bjóða honum nýjan samning. Staðan áður en þeir komu var það slæm að ef Tottenham hefði verið sneggra þá er ég pottþéttur á því að hann væri Tottenham leikmaður í dag," segir Bruce.

„Fyrir yfirtökuna var allt til sölu. Staðan var það erfið. Það var tímapunktur þar sem ég bjó mig undir að allir leikmenn sem gætu lokkað háar fjárhæðir til félagsins yrðu seldir."

Tottenham varð fyrsta félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kaupir engan leikmann í sumarglugganum. Liðið vann 2-1 útisigur ggn Newcastle í fyrstu umferð og mætir Fulham á laugardag.

Grealish er lykilmaður hjá Villa sem er búið að vinna báða leiki sína í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner