Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 17. ágúst 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Ragnar Klavan á leið til Cagliari
Ragnar Klavan skorar sigurmark gegn Burnley á síðasta tímabili.
Ragnar Klavan skorar sigurmark gegn Burnley á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Ragnar Klavan, varnarmaður Liverpool, er á leið til Ítalíu til að ganga frá samningi við Cagliari.

Félagaskiptaglugginn á Ítalíu lokar í dag en Cagliari er að kaupa Ragnar af Liverpool á tvær milljónir punda.

Ragnar, sem er fyrirliði landsliðs Eistlands, kom til Liverpool frá Augsburg fyrir tveimur árum síðan.

Ragnar á 39 leiki að baki með Liverpool en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Á síðasta tímabili varð hann fyrsti Eistlendingurinn til að skora í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði sigurmark gegn Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner